Það voru margir undrandi í gær þegar Brahim Diaz byrjaði leik Real Madrid gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða grannaslag sem lauk með 1-1 jafntefli en Atletico jafnaði metin undir lok leiks.
Diaz skoraði eina mark heimamanna í viðureigninni en hann átti upphaflega ekki að byrja leikinn.
Vinicius Junior, einn mikilvægasti leikmaður Real, þurfti að draga sig úr byrjunarliðinu aðeins fjórum mínútum fyrir upphafsflautið.
Vinicius meiddist í upphitun og kom því ekkert við sögu í leiknum þrátt fyrir að hafa verið nefndur sem byrjunarliðsmaður fyrir leik.
Möguleiki er á að meiðsli Vinicius séu nokkuð slæm en það mun koma í ljós á næstu dögum.