fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Dani Alves mætti fyrir dómara í dag – Fara fram á 12 ára fangelsi verði hann fundinn sekur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Alves fyrrum varnarmaður Barcelona mætti fyrir dómara í dag sem fer fram á tólf ára fangelsi yfir kappanum, sé hægt að sanna sekt hans.

Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun síðasta árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf með meintum þolanda með samþykki þeirra beggja.

Alves hefur síðan þá verið fastur á bak við lás og slá á meðan málið hefur verið í kerfinu.

Hann hefur ítrekað reynt að fá að vera laus gegn tryggingu en yfirvöld á Spáni vildu það ekki, töldu þau að Alves gæti reynt að flýja heim til Brasilíu.

Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.

Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“