Daniel Alves fyrrum varnarmaður Barcelona mætti fyrir dómara í dag sem fer fram á tólf ára fangelsi yfir kappanum, sé hægt að sanna sekt hans.
Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun síðasta árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf með meintum þolanda með samþykki þeirra beggja.
Alves hefur síðan þá verið fastur á bak við lás og slá á meðan málið hefur verið í kerfinu.
Hann hefur ítrekað reynt að fá að vera laus gegn tryggingu en yfirvöld á Spáni vildu það ekki, töldu þau að Alves gæti reynt að flýja heim til Brasilíu.
Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.
Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar fyrir áramót.