Úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins í fótbolta fer fram á Metlife vellinum í New Jersey árið 2026, þetta var ákveðið um helgina.
Margir eru ósáttir með þessa ákvörðun en mótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026.
Ákveðið var um helgina að úrslitaleikurinn þann 19 júlí sumarið 2026 fari fram á NFL vellinum.
Á vellinum er gervigras í dag og verður skipt um undirlag á vellinum og alvöru gras lagt á hann fyrir Heimsmeistaramótið.
Völlurinn tekur rúmlega 82 þúsund í sæti en margir hefðu viljað halda leikinn á AT&T vellinum í Texas.