Willum Þór Willumsson spilaði með liði Go Ahead Eagles í dag sem mætti Vitesse í Hollandi.
Eagles unnu flottan 2-0 útisigur en þurftu að klára leikinn manni færri eftir atvik undir lok leiks.
Það var Willum sem fékk rautt spjald á 93. mínútu í stöðunni 1-0 en það kom að lokum ekki að sök.
Þetta er fyrsta rauða spjald leikmannsins fyrir liðið sem hann samdi við árið 2022.
Eagles situr í sjötta sæti deildarinnar og er fimm stigum frá Evrópusæti eftir 20 leiki.