Það er ekki víst að undrabarnið Kobbie Mainoo spili fyrir England í framtíðinni en um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann.
Mainoo er á mála hjá Manchester United en hann er aðeins 18 ára gamall og leikur með aðalliðinu.
Miðjumaðurinn er fæddur og uppalinn á Englandi en foreldrar hans eru frá Gana og á hann möguleika á að spila fyrir tvö landslið.
Randy Abbey sem starfar fyrir knattspyrnusamband Gana segir að það sé fylgst vel með Mainoo og er vonast eftir því að hann velji Gana frekar en England í framtíðinni.
,,Kobbie er klárlega einn af þeim sem við erum að fylgjast með og einn af mörgum sem búa yfir miklum hæfileikum,“ sagði Abbey.
,,Við myndum elska það að vinna með honum sem og öðrum sem búa hér sem og erlendis.“