Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá vængmanninum Mykhailo Mudryk sem spilar fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Það var búist við miklu af Mudryk er hann gekk í raðir Chelsea í janúar á síðasta ári en hann hafði leikið með Shakhtar í Úkraínu.
Mudryk er 23 ára gamall og hefur ekki staðist væntingar en annað stórlið skoðaði að fá hann í sínar raðir í janúar.
Athletic fullyrðir þessar fregnir en Bayern Munchen ku hafa horft til Mudryk sem mögulega lausn eftir alvarleg meiðsli Kingsley Coman.
Bayern áttaði sig þó fljótt á því að Mudryk myndi reynast of dýr og fékk til sín Bryan Zaragoza frá Granada á Spáni á lánssamningi.
Mudryk kostaði Chelsea 89 milljónir punda í janúar 2023 og hefur aðeins skorað fjögur mörk í 41 leik fyrir félagið.