Marouane Fellaini er hættur í fótbolta en hann hefur sjálfur staðfest þessar fregnir eftir ansi farsælan feril.
Fellaini er fyrrum belgískur landsliðsmaður og gerði garðinn frægan með Everton og síðar Manchester United.
Í dag er Fellaini 36 ára gamall en hann lék með Belgíu á bæði HM 2014 sem og HM 2018.
Fellaini hefur verið án félags síðan í fyrra en hann lék með Shandong Taishan í Kína frá 2019 til 2023.
Belginn skoðaði möguleika sína og fékk þónokkur tilboð en er nú ákveðinn í að kalla þetta gott eftir ansi farsælan feril.