Sheffield United er að vera sé til skammar í ensku úrvalsdeildinni en liðið spilar gegn Aston Villa í kvöld.
Þessi lið áttust við í úrvalsdeildinni í lok desember og þá lauk viðureigninni með 1-1 jafntefli.
Það sama má ekki segja um leik kvöldsins en Villa er að vinna leikinn 4-0 þegar rúmlega hálftími er liðinn.
Vörn Sheffield hefur litið skelfilega út og eru allar líkur á að liðið sé á leið niður í næst efstu deild.
Sheffield er með markatöluna -39 og er tíu stigum frá öruggu sæti og hefur þá aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.