Thomas Partey, leikmaður Arsenal, mun ekki taka þátt í næstu leikjum liðsins sem er áfall fyrir enska félagið.
Partey hefur glímt við meiðsli í þónokkuð langan tíma en hann spilaði síðast leik í október fyrir Arsenal.
Búist var við að Partey myndi spila í janúar en hægst hefur á bataferli hans og er einhver tími í að hann snúi aftur.
Um er að ræða mikilvægan leikmann Arsenal sem hefur hingað til aðeins spilað fimm leiki á tímabilinu.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur sjálfur staðfest þessar fréttir en veit ekki hversu langt er í Partey og hvort það séu margir dagar eða margar vikur.