Tottenham vann lið Brentford á fimmtudaginn en um var að ræða skemmtilegan leik sem lauk 3-2.
Brentford fékk sín færi í þessum leik en Tottenham hafði að lokum betur og fagnar þremur stigum.
Þetta er í fyrsta sinn í yfir fimm ár sem Tottenham vinnur leik í úrvalsdeildinni án Harry Kane eða Heung Min Son.
Kane yfirgaf Tottenham í sumar fyrir Bayern Munchen og hefur því ekkert spilað á þessu tímabili.
Son er með Suður Kóreu í Asíukeppninni og hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna þess.
Það tók Tottenham 1837 daga að vinna leik án þess að vera með annan leikmanninn í liðinu en það var sigurleikur gegn Fulham árið 2019.