Félagaskiptalugginn í Tyrklandi lokar ekki fyrr en eftir viku og eru félögin þar að reyna að sanka að sér leikmönnum, þar á meðal úr ensku úrvalsdeildinni.
Serge Aurier er farinn til Galatasaray frá Nottingham Forest. Bakvörðurinn tilkynnti Forest í gær að hann vildi ólmur komast til Gala hefur hann fengið það í gegn.
Brasilíumaðurinn Carlos Vinicius er þá einnig kominn til Galatasaray frá Fulham. Framherjinn var í aukahlutverki hjá Lundúnaliðinu og er hann mættur á láni til Gala út tímabilið.
Þá er Trabzonspor að vinna í að landa Joe Worrall frá Forest. Varnarmaðurinn er uppalinn hjá enska liðinu en hefur fengið lítið að spila á leiktíðinni.