David de Gea hafnaði tilboði frá Nottingham Forest í janúar en hann taldi tækifærið ekki nógu spennandi.
De Gea hefur verið án félags frá því að samningur hans við Manchester United rann út síðasta sumar.
De Gea hefur hafnað ansi mörgum tilboðum og hreinlega spurning hvort hann sé að hætta í fótbolta.
De Gea var í tólf ár í marki United og var oftar en ekki kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu á þeim tíma.
Nottingham Forest leitaði að markverði í janúar og vildi gera samning við De Gea en hann afþakkaði slíkt tilboð.
Nottingham tókst að klófesta markvörð í gær á lokadegi gluggans en félagið keypti Matz Sels.