Jurgen Klopp stjóri Liveprool ætlar svo sannarlega að njóta lífsins þegar hann lætur af störfum sem þjálfari Liverpool í sumar.
Klopp ákvað að segja upp störfum, segist hann vera farin að upplifa þreytu í starfi og vill komast í gott frí.
Klopp segist ekkert ætla að þjálfa í heilt ár hið minnsta og hefur fest kaup á sumarhúsi fyrir 600 milljónir.
Klopp keypti húsið á dögunum og er verið að taka það allt í gegn, húsið var í eigu viðskiptamanns frá Sviss.
Þarna ætlar Klopp og hans fjölskylda að hafa það náðugt á meðan sá þýski tekur sér frí frá fótboltanum.