Nýr formaður KSÍ og stjórn sambandsins getur tekið þá ákvörðun um að reka Age Hareide í nóvember ef ósætti er með þjálfun hans á liðinu.
Það vakti nokkra athygli að Vanda Sigurgeirsdóttir og hennar stjórn ákvað að framlengja samning sinn við Hariede á dögunum.
Ákvörðunin vakti athygli vegna þess að Vanda er að hætta og hluti af stjórninni er einnig að hætta.
Fundargerð KSÍ Frá fundi 10 nóvember var birt í gær og þar kemur þetta fram um samning Hareide.
Rætt um verkefnið framundan hjá A landsliði karla og um innihald samnings við landsliðsþjálfara karla Åge Hareide. Sérstaklega var farið yfir framlengingar- og uppsagnarákvæði. Framlengingarákvæði taka gildi takist að komast á stórmót og uppsagnarákvæði er á samningnum í lok nóvember á þessu ári. Stjórn samþykkti samning við Åge Hareide þann 18. janúar 2023 með rafrænum hætti.