Axel Óskar Andrésson og Örebro í Svíþjóð hafa náð samkomulagi um það að rifta samningi hans. Honum er þakkað fyrir góð störf.
Axel er öflugur miðvörður sem hefur spilað í tvö ár í Svíþjóð en leitar nú að nýju félagi.
„Þetta hefur verið upp og niður,“ segir Axel Óskar við heimasíðu féalgsins.
„Ég kom hingað og ætlaði mér upp í úrvalsdeildina og það tókst ekki. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og ég hef notið þess að vera hérna.“
„Stuðningurinn hefur verið frábær og ég er spenntur að fylgjast með félaginu áfram á vegferð sinni upp í úrvalsdeildina.“
Axel lék áður í Lettlandi með Riga en honum er þakkað fyrir vel unnin störf hjá félaginu.