Real Madrid hafnaði því að fá Raphael Varane á nýjan leik. Þetta fullyrðir spænski miðillinn Defensa Central.
Varane hefur átt erfitt uppdráttar hjá United á þessari leiktíð en hann gekk í raðir félagsins 2021.
Nú vill hann halda annað en miðillinn hélt því fram að fulltrúar leikmannsins hafi spurst fyrir og séð hvort hann gæti komist aftur til Real Madrid.
Spænski risinn var hins vegar ekki til í það.
Samningur Varane við United rennur út eftir næstu leiktíð en ekki þykir ólíklegt að hann fari annað í sumar.