fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Eggert Gunnþór búinn að skrifa undir hjá KFA

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 23:17

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Gunnþór Jónsson hefur skrifað undir við KFA og mun leika með liðinu í 2. deild karla í sumar. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.

Eggert kemur til KFA frá FH þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Eggert verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA en félagið leikur heimaleiki sína í Fjarðabyggð, þar sem Eggert spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki árið 2004. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA.

Nú 21 áru síðar snýr Eggert aftur heim en hann var á skýrslu liðsins í Kjarnafæðimótinu um síðustu helgi en hefur nú skrifað undir.

Eggert sem er 35 ára gamall var atvinnumaður í knattspyrnu í fjórtán ár áður en hann samdi við FH sumarið 2020. Bæði FH og Valur höfðu skoðað að ráða Eggert sem aðstoðarþjálfar í vetur en af því varð ekki.

Eggert spilaði 21 A-landsleik fyrir Ísland á ferli sínum en ljóst er að koma hans er hvalreki fyrir KFA sem var nálægt því að komast upp úr 2. deildinni síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gætu verið verulega slæm tíðindi fyrir Amorim er Tottenham gengur hratt til verks

Gætu verið verulega slæm tíðindi fyrir Amorim er Tottenham gengur hratt til verks
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona