Líklega hefði Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool lítið getað sagt ef hann hefði fengið dæmdar á sig tvær vítaspyrnur í leiknum gegn Chelsea í gær. Dómari leiksins og VAR herbergið ákvað hins vegar að sleppa því.
Liverpool tók á móti Chelsea í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi haft öll tök á leiknum. Diogo Jota kom þeim yfir á 23. mínútu er hann skoraði af harðfylgi. Conor Bradley, sem átti stórkostlegan leik, tvöfaldaði forskotið svo á 39. mínútu með frábærri afgreiðslu.
Í fyrri hálfleik braut Van Dijk á Conor Gallagher en ekkert var dæmt en í þeim síðari braut hann á Cristopher Nkunku en ekkert var dæmt. Rio Ferdinand sem var sérfræðingur TNT á vellinum botnaði ekkert í málinu og sagði þetta tvær augljósar vítaspyrnur.
Skömmu fyrir hálfleik gat Darwin Nunez komið Liverpool í 3-0 en þá skaut hann í stöngina af vítapunktinum.
Dominik Szoboszlai skoraði þriðja mark Liverpool á 65. mínútu en þar var Bradley að leggja upp annað mark sitt. Cristopher Nkunku klóraði í bakkann fyrir Chelsea á 71. mínútu en nokkrum mínútum síðar innsiglaði Luis Diaz 4-1 sigur lærisveina Jurgen Klopp.
Chelsea should have been given two penalties
This is poor from VAR once again.
#LIVCHE pic.twitter.com/2Rn29wuTqW
— Warz (@StaticZWarZ) January 31, 2024