Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Arsenal áhuga á því að kaupa Marcus Rashford sóknarmann Manchester United í sumar.
Rashford hefur skorað fjögur mörk í 26 leikjum á þessu tímabili.
Hann átti gott ár í fyrra en vandræði innan sem utan vallar hafa einkennt þetta tímabil kappans.
Hann var í agabanni í enska bikarnum um liðna helgi þar sem hann laug til um að hann hefði verið veikur en hann var þunnur og þreyttur eftir djamm í Belfast.
Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðasta tímabili og gerði nýjan fimm ára samning við United síðasta sumar.