Gísli Eyjólfsson miðjumaður Breiðabliks er að ganga í raðir Halmstad í Svíþjóð. Dr Football segir frá.
Gísli er jafn besti leikmaður Breiðabliks og hefur verið það síðustu ár.
Gísli er öflugur miðjumaður en Halmstad virðist horfa til Íslands þessa dagana.
Félagið fékk Birni Snæ Ingason frítt frá Víkingi á dögunum. Birnir verður 28 ára á þessu ári en Gísli verður þrítugur.
Ljóst er að brotthvarf Gísla er mikið áfall fyrir Blika þegar það eru tveir mánuðir í Bestu deildina.
Gísli Eyjólfsson uppáhalds leikmaður Dr. Football í Bestu deildinni er á leið til Halmstad í Svíþjóð.
Tökum þennan díl fyrir í Vikulokunum í kvöld.
Nánast komið LHC🧑🍳 pic.twitter.com/RsYCBIBXBl— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) February 1, 2024