IF Kolding í Danmörku fær tvo íslenska leikmenn í dag en það eru þeir Ari Leifsson og Davíð Ingvarsson sem eru í læknisskoðun hjá félaginu.
Það er Dr. Football sem greinir frá þessu.
Ari hefur verið á mála hjá Strømsgodset í Noregi frá árinu 2020 en þangað kom hann frá Fylki. Samningur hans við norska félagið var á enda.
Davíð Ingvarsson kemur einnig frítt til félagsins en vinstri bakvörðurinn sem ólst upp í FH hefur undanfarin ár leikið með Breiðablik. Þar var samningur hans á enda.
Thomas Mikkelsen fyrrum framherji Breiðabliks er lykilmaður í liði Kolding sem leikur í næst efstu deild Danmerkur.
2 fyrir 1. Varnamennirnir Ari Leifsson (98) og Davíð Ingavarsson (99) eru að ganga til liðs við danska B deildarliðið IF Kolding. Íslandsvinurinn Thomas Mikkelsen er helsta stjarna liðsins. Læknisskoðun í dag.
LTC 🧑🍳 pic.twitter.com/DRT46n7Rsu— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) January 31, 2024