Forráðamenn Manchester United hafa frá því haustið 2021 haft áhyggjur af lífstíl Marcus Rashford segja ensk blöð í dag. Hefur félagið óttast um vegferð hans.
Segja ensk blöð að Rashford fari mikið út á lífið en sé einnig duglegur við það að halda stór partý heima hjá sér þar mikið gengur á.
Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.
Rashford var sektaður um 650 þúsund pund af United fyrir athæfi sitt en málinu er nú talið lokið.
Ensk blöð segja að Wayne Rooney fyrrum framherji liðsins hafi haft samband við Rashford og ráðlagt honum, Rooney þekkir það vel að fá sér aðeins of mikið og lenda í veseni.
Segir í enskum blöðum að David Beckham og Rio Ferdinand hafi einnig verið í sambandi við Rashford og ráðlagt honum hvernig hann skal taka á málunum.