Arsenal og Corinthians eiga í viðræðum um hugsanleg skipti Marquinhos til síðarnefnda félagsins. Greint er frá þessu í brasilískum fjölmiðlum.
Hinn tvítugi Marquinhos var á láni hjá Nantes fyrri hluta leiktíðar en Arsenal kallaði hann til baka í janúar og vill nú finna betri kost fyrir leikmanninn til að halda áfram að þróast.
Marquinhos gekk í raðir Arsenal frá Sao Paulo fyrir síðustu leiktíð en hann var á láni hjá Norwich seinni hluta síðustu leiktíðar.