fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Landsliðsþjálfarinn tjáir sig um stöðuna á Aroni Einari og Gylfa Þór

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 20:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Harei­de, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, telur helmingslíkur á að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði með í leiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM í Þýskalandi.

Um er að ræða tvo af okkar bestu og reynslumestu mönnum en þátttaka þeirra er í mikilli óvissu vegna meiðsla.

„Það eru helm­ings­lík­ur á að bæði Aron Ein­ar og Gylfi Þór verði klár­ir í slag­inn gegn Ísra­el,“ sagði Harei­de í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Aðrir leikmenn ættu þó að vera klárir.

„Eina óviss­an eru Aron og Gylfi en lang­flest­ir leik­menn liðsins eru að spila mjög reglu­lega með sín­um fé­lagsliðum sem eru frá­bær­ar frétt­ir fyr­ir okk­ur. Þeir eru líka að standa sig vel sem er alltaf plús. Ég hef fylgst mjög náið með leik­mönn­un­um und­an­farna mánuði og satt best að segja er ég svo gott sem bú­inn að stilla upp byrj­un­arliðinu, fyr­ir leik­inn gegn Ísra­el, í hausn­um á mér.“

Ísland mætir Ísrael þann 21. mars en sigurvegari leiksins mætir Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Í gær

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða

Félagaskiptin í hættu þar sem þeir neita að staðgreiða
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur