Chelsea er að lána hinn efnilega Andrey Santos til Strasbourg í Frakklandi.
Brasilíumaðurinn gekk í raðir Chelsea í fyrra en var lánaður til Nottingham Forest fyrri hluta leiktíðar. Hann var kallaður til baka á Stamford Bridge þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila þar.
Chelsea hefur því leitað að nýju liði þar sem hinn 19 ára gamli Santos getur þróað sinn leik.
Það er allt útlit fyrir að það verði Strasbourg, en liðið er um miðja úrvalsdeild í Frakklandi.
Chelsea bindur miklar vonir við Santos fyrir framtíðina.
🚨🔵 Chelsea have decided for Andrey Santos to join Strasbourg. It’s all set to be completed now.
Internal discussion confirmed plan to loan Brazilian midfielder to French club as best option for development.
🇧🇷 #CFC still believe Andrey has potential to become a top player. pic.twitter.com/joFINpCIHQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2024