Wolves er að fá Noha Lemina í sínar raðir frá franska stórliðinu Paris Saint-Germain.
Lemina er 18 ára gamall og getur spilað á köntunum og fremst á miðjunni. Hann er sem stendur á láni hjá Sampdoria en hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliðinu þar.
Wolves, sem situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fá Lemina á láni með möguleika á að kaupa hann á 2 milljónir evra í sumar.
Noha Lemina er bróðir Mario Lemina, sem er á mála hjá Wolves. Gæti það án efa spilað inn í að hann sé á leið þangað.