Lyon er búið að bjóða í Said Benrahma, leikmann West Ham.
Benrahma er ekki í stóru hlutverki hjá West Ham og gæti farið annað í leit að spiltíma.
Lyon bauð 15 milljónir punda í leikmanninn, sem er sagður áhugasamur um að fara til Frakkalands. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort enska félagið samþykki tilboðið.
Benrahma kom til West Ham frá Brentford 2021 en hann hóf einmitt feril sinn í Frakklandi.
Lyon er í fallbaráttu í Ligue og reynir á fullu að styrkja lið sitt.