fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Rúnar spurður út í breytingarnar í Vesturbænum – „Það er verið að gera það núna en var ekki gert undir minni stjórn síðustu ár“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 11:30

Rúnar á góðri stundu sem þjálfari KR. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson segir að tími hafi verið til kominn að setja pening í leikmannakaup KR. Félagið hefur vakið athygli á félagaskiptamarkaðnum undanfarið.

Rúnar, sem er goðsögn í Vesturbænum, yfirgaf KR í haust í kjölfar þess að samningur hans var ekki endurnýjaður. Gregg Ryder tók við sem þjálfari og síðan hafa menn á borð við Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson komið til félagsins úr atvinnumennskunni. Talið er að KR ætli að setja enn meiri pening í fleiri leikmenn.

Í sjónvarpsþætti 433.is var Rúnar spurður að því hvort hann hafi séð fyrir að auknir fjármunir væru á leið inn í KR áður en hann fór.

„Í raun og veru ekki. Það var auðvitað kominn tími til að settur yrði peningur í leikmenn. Ég svosem veit ekki hvað er að koma eða hvernig menn eru að gera þetta núna. Það er búin að vera öðruvísi vinna en undanfarin ár með mér, hvort sem hún var skipulögð eða ekki,“ sagði Rúnar.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

„KR á að mínu mati alltaf að vera með lið sem getur barist um titla og það þarf að bakka það upp með leikmönnum. Það er verið að gera það núna en var ekki gert undir minni stjórn síðustu 2-3 ár, að mínu mati.“ 

Rúnar neitar því ekki að hafa viljað sjá aukna fjármuni koma inn í félagið á meðan hann var þar en dvelur ekki við það nú.

„Það myndu allir þjálfarar vilja fá fullt af peningum til að nota en það er ekki þar með sagt að þú vinnir eitthvað. Þó þú náir í bestu leikmennina þarftu að búa til gott lið, móral og umgjörð.

Ef við tökum árið í fyrra hefði maður viljað fá eitthvað svona. En ég hef unnið með þá leikmenn sem ég fæ. Þó maður hafi reynt að fá eitthvað annað hafa svörin stundum verið að það sé ekki til peningur. Þá þarf maður bara að vinna með það, ég fer ekkert að grenja. En þá þarf maður líka að vera tilbúinn að lækka væntingarnar í stað þess að vera með einhvern gorgeir og þykjast geta unnið deildina með lið sem kannski á ekki séns á því,“ sagði Rúnar.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
Hide picture