Ivan Rakitic verður næsta stjarnan sem skrifar undir í Sádi-Arabíu. Hann er búinn að rifta samningi sínum við Sevilla á Spáni.
Hinn 35 ára gamli Rakitic hefur verið á mála hjá Sevilla síðan 2020 en í kjölfar áhuga Al-Shabab í Sádí vildi hann strax komast þangað.
Nú hefur hann rift samningi sínum á Spáni og mun formlega ganga til liðs við Al-Shabab, þar sem hann hefur þegar gengist undir læknisskoðun.
Rakitic mun án efa hækka vel í launum en hann skrifar undir eins og hálfs árs samning í Sádí.
Miðjumðaurinn á að baki 106 A-landsleiki fyrir hönd Króata.
🚨⚪️⚫️🇸🇦 Ivan Rakitić has signed his contract termination at Sevilla today as he’s set to join Al Shabab.
Medical tests already completed. Rakitić, one more joining Saudi Pro League. pic.twitter.com/9qQRrhIBM5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2024