fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Rifja upp gamalt viðtal við Van Dijk í kjölfar ummæla hans á dögunum – Verður þetta hans næsti áfangastaður?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk var í viðtali við The Times á dögunum og þar gaf hann í skyn að hann gæti farið að huga að brottför frá Liverpool.

Jurgen Klopp tilkynnti fyrir helgi að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool eftir tímabilið. Í viðtalinu var Van Dijk spurður að því hvort hann yrði partur af nýjum kafla Liverpool.

„Það er góð spurning. Ég veit það ekki,“ sagði hollenski miðvörðurinn, sen samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.

„Félagið á stórt verkefni fyrir höndum og margt mun breytast. Mig langar að vita í hvaða átt félagið vill fara. Við sjáum hvað setur,“ sagði hann jafnframt.

Í kjölfarið velta enskir miðlar því upp hvert Van Dijk fer næst og rifja þeir einnig upp ummæli hans frá því í viðtali við Gary Neville árið 2022. Þar gaf Van Dijk í skyn hvert hann gæti farið í framtíðinni.

„Camp Nou í Barcelona er uppáhalds leikvangurin minn. Ég horfði mikið á Barcelona þegar ég var yngri og að sjá leikvanginn þeirra var ótrúlegt. Svo spilaði ég þar með Celtic og það var erfitt. Við töpuðum 6-1. 

Ég naut þess samt að spila þar. Flöturinn er mjög stór. Þetta er algjör bilun,“ sagði Van Dijk á sínum tíma, en hann hefur einnig játað aðdáun sína á goðsögnum Börsunga eins og Lionel Messi og Ronaldinho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Í gær

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“
433Sport
Í gær

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“

„Ég get ekki haldið áfram og sagst vilja gera það sama og í fyrra“