Kylian Mbappe leikmaður PSG mun í febrúar greina frá því hvar framtíð hans mun liggja en samningur hans við franska félagið er þá á enda.
Mbappe er sterklega orðaður við Real Marid og hefur spænska félagið sýnt honum mikinn áhuga.
PSG hefur mikinn áhuga á því að halda í sinn besta mann en hann er launahæsti leikmaður í Evrópu í dag.
PSG er tilbúið að hækka launin hjá Mbappe en Real Madrid er ekki tilbúið að borga sömu laun og PSG.
Mbappe kom til PSG frá Monaco árið 2017 og hefur síðan þá verið einn allra besti knattspyrnumaður í heimi.