Manchester United vill fá Jarrad Branthwaite frá Everton samkvæmt Corriere dello Sport.
Branthwaite er á mála hjá Everton og er spenanndi miðvörður.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem einnig hefur vakið athygli Real Madrid.
Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás á fimmtudagskvöld og ólíklegt að United takist að landa Branthwaite í tæka tíð en líklegra þykir að hann færi á Old Trafford í sumar.
Branthwaite gekk í raðir Everton fyrir fjórum árum síðan frá Carlisle. Hann kostaði 1 milljón punda og því líklegt að Everton græði vel á honum.