Nat Phillips er á leið frá Liverpool til Cardiff samkvæmt The Athletic.
Hinn 26 ára gamli Phillips var á láni hjá Celtic fyrri hluta leiktíðar og ætlaði Jurgen Klopp sér að hafa hann hjá Liverpool út leiktíðina til að auka breidina en nú er komið á hreint að hann fer á láni á ný.
Mikill áhugi var á varnarmanninum í ensku B-deildinni en Cardiff vann kapphlaupið.
Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá Cardiff á láni frá Arsenal. Hann hefur spilað átta leiki í öllum keppnum á leiktíðinni.