Miguel Almiron ferðaðist með liði Newcastle sem mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er því alveg ljóst að hann er ekki á förum eins og talað hefur verið um undanfarna daga.
Almiron hefur verið sterklega orðaður við sádiarabíska liðið Al-Shabab undanfarið en glugginn í Sádí lokar í kvöld og ekkert verður af skiptum þangað.
Fabrizio Romano segir frá því að Almiron hafi aldrei borist formlegt tilboð frá Sádí og verður hann í hópnum sem mætir Villa klukkan 20:15 í kvöld.
Al-Shabab er hins vegar að fá aðra stjörnu, Ivan Rakitic, til liðs við sig frá Sevilla.
🚨⚪️⚫️ Miguel Almirón has travelled with Newcastle squad to Villa, confirmed.
🇸🇦 Saudi move definitely off as SPL market closes tonight and Almirón never received any formal proposal.
Al Shabab move won’t happen — they will sign Ivan Rakitić, as reported. pic.twitter.com/aUFsPAZXNI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2024