Neymar leikmaður Al-Hilal í Sádí Arabíu er með slitið krossband og spilar ekki aftur fyrr en á næstu leiktíð. Hann sleit krossband rétt eftir að hann skrifaði undir.
Neymar hefur átt frábæran feril með Barcelona og PSG en ákvað að skella sér til Sádí síðasta sumar til að stækka bankabókina.
Neymar fær að vera í endurhæfingu sinni í Brasilíu en þar virðist hann hafa bætt miklu á sig og vekja fjölmiðlar athygli á því.
Neymar mætti á viðburð í Brasilíu um helgina og þar er hann sagður vera nokkuð þungur miðað við það sem venjan er.
Neymar hefur á ferli sínum bætt reglulega nokkrum kílóum á sig þegar hann er í meiðslum en hann er iðulega fljótur að ná smjörinu af sér.