Eigendur Liverpool reyndu að fá Jurgen Klopp, stjóra liðsins, til að hætta við að hætta á elleftu stundu. Það gekk hins vegar ekki eftir. Staðarmiðillinn Liverpool Echo segir frá.
Klopp tilkynnti fyrir helgi að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool eftir tímabilið, en hann hefur verið við stjórvölinn í níu ár og unnið allt sem hægt er að vinna.
Það er því mikið högg fyrir Liverpool að missa hann. Því reyndi forseti FSG, sem er eigendahópur Liverpool, Mike Gordon, að fá Klopp til að hætta við að hætta á síðustu stundu.
Bauð hann honum gull og græna skóga en Klopp tjáði honum að ákvörðun hans væri ekki tekin af fjárhagslegum toga og að hún væri endanleg.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og freistar Klopp til að vinna hana á sínu lokatímabili.