fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Umboðsmaður Rashford á æfingasvæði United í dag – Fleiri fundir á næstunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United mætti skömmustulegur á æfingasvæði félagsins í dag eftir að hafa hringt sig inn veikan á föstudag.

Með í för var umboðsmaður og bróðir hans Dane en krísufundur um stöðu Rashford fór fram á æfingasvæði félagsins.

Rashford var staddur í Belfast í Norður-Írlandi og var á næturklúbbi þar fram undir morgun.

Hann flaug svo til Manchester með einkaþotu en þegar hann átti að mæta á æfingu þá hringdi hann sig inn veikan.

Þetta hefur ekki farið vel í forráðamenn Manchester enda er Rashford einn launahæsti leikmaður félagsins og miklar kröfur gerðar til hans.

Fabrizio Romano segir að fleiri fundir verði á næstu dögum með Rashford og félaginu þar sem staðan verður skoðuð. Talið er að United muni sekta Rashford um tveggja vikna laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu