Marcus Rashford framherji Manchester United mætti skömmustulegur á æfingasvæði félagsins í dag eftir að hafa hringt sig inn veikan á föstudag.
Með í för var umboðsmaður og bróðir hans Dane en krísufundur um stöðu Rashford fór fram á æfingasvæði félagsins.
Rashford var staddur í Belfast í Norður-Írlandi og var á næturklúbbi þar fram undir morgun.
Hann flaug svo til Manchester með einkaþotu en þegar hann átti að mæta á æfingu þá hringdi hann sig inn veikan.
Þetta hefur ekki farið vel í forráðamenn Manchester enda er Rashford einn launahæsti leikmaður félagsins og miklar kröfur gerðar til hans.
Fabrizio Romano segir að fleiri fundir verði á næstu dögum með Rashford og félaginu þar sem staðan verður skoðuð. Talið er að United muni sekta Rashford um tveggja vikna laun.
"I don't think this will be the final discussion with Marcus Rashford, his brother, his agent and #mufc. I think this will be one of many meetings to clarify the situation with Rashford." [@FabrizioRomano on Marcus Rashford's situation, United Stand YT] pic.twitter.com/tg3EwSP6nO
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) January 29, 2024