Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður í heimi þegar allt kemur til alls. Hann þénar 204,9 milljónir punda á ári en um er að ræða laun frá Al-Nassr og auglýsingasamninga.
Um er að ræða heildar tekjur leikmanna og er Ronaldo með miklu hærri laun en Lionel Messi sem situr í öðru sætinu og leikur í dag með Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Harry Kane hefur það gott og situr í tíunda sætinu en Erling Haaland fer hratt upp listann og fer að koma sér í hæstu hæðir.
Karim Benzema, Neymar og Sadio Mane komast á listann en líkt og Ronaldo spila þeir í Sádí Arabíu.
Hér að neðan má sjá listann en búið er að taka laun leikmanna og alla samninga sem gefa þeim tekjur.
Tíu launahæstu í heimi:
10. Harry Kane – £28.3m
9. Kevin De Bruyne – £30.7m
8. Sadio Mane – £40.9m
7. Mo Salah – £41.7m
6. Erling Haaland – £45.7m
5. Karim Benzema – 83.5m
4. Kylian Mbappe – £86.7m
3. Neymar – £88.2m
2. Lionel Messi – £106.4m
1. Cristiano Ronaldo – £204.9m