fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Shearer veður í Rashford og segir að hann verði að rífa sig í gang

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 18:30

Alan og Lainya Shearer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu enska boltans segir að Marcus Rashford verði að rífa sig í gang ef hann vill ekki sjá ferill sinn fara í ruslið. Rashford, framherji Manchester United er í vanda staddur enda hringdi hann sig inn veikan í vinnuna á föstudag eftir að hafa verið á djamminu.

Rashford var staddur í Belfast í Norður-Írlandi og var á næturklúbbi þar fram undir morgun.

Hann flaug svo til Manchester með einkaþotu en þegar hann átti að mæta á æfingu þá hringdi hann sig inn veikan. Erik Ten Hag stjóri United segir að tekið verði á málinu hjá félaginu.

„Ef Ten Hag segir svona þá hlýtur eitthvað að vera í gangi,“ segir Shearer.

„Það eru miklir hæfileikar í Rashford en honum var refsað á síðustu leiktíð þegar hann mæti of seint í leik. Það er eitthvað að utan vallar eða í sambandinu hans við félagið.“

Getty Images

„Hann getur ekki haldið þessu áfram, hann er bara að sturta hæfileikum sínum í ruslið þessa stundina. Hann þarf aga í kringum sig, það þarf einhver að hjálpa honum.“

„Hann skoraði þrjátíu mörk í fyrra en bara fjögur á þessu tímabili. Hann virðist vera með allar heimsins áhyggjur þegar hann spilar. Hann þarf að taka á þessu núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kudus keyptur til Tottenham

Kudus keyptur til Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu

Liverpool gæti farið í baráttu við Arsenal um landsliðsmann Brasilíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“

Uppákoma á æfingasvæði Íslands – „Gott að við séum ekki að fara að hitta þá aftur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn