Einn leikmaður Barcelona bað Xavi, fráfarandi stjóra liðsins, að hætta við að hætta eftir að hann tilkynnti um ákvörðun sína á dögunum.
Cadena Ser segir frá þessu en þar kemur fram að Sergi Roberto, fyrirliði Börsunga, hafi tekið til máls eftir að Xavi tilkynnti þeim um ákvörðun sína að stíga til hliðar í lok tímabils.
Á Roberto að hafa beðið Xavi um að endurskoða þessa ákvörðun sína og sagði hann að hann vildi hafa hann áfram.
Einnig kemur fram að Roberto hafi, fyrir hönd leikmanna, beðið Xavi afsökunar á genginu undanfarið.
Barcelona er í fjórða sæti La Liga, 11 stigum á eftir toppliði Girona.