fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Eru Gylfi og Aron Einar að missa af tækifærinu um síðasta dansinn með landsliðinu?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tæpa tvo mánuði mun íslenska landsliðið mæta Ísrael í umspili um laust sæti á Evrópumótið næsta sumar, fari svo að íslenska liðið vinni þann leik spilar liðið úrslitaleik gegn Úkraínu eða Bosníu um farmiða á mótið.

Tveir bestu landsliðsmenn sögunnar, Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru í kappi við tímann. Báðir eru þeir frá vegna meiðsla þessa dagana.

Þá er Gylfi Þór án félags eftir að hafa rift samningi við Lyngby í Danmörku og þá hefur Aron Einar ekki spilað með Al-Arabi frá því í apríl og er ekki skráður í leikmannahóp liðsins.

Rætt var um þetta mál í Dr. Football í gær. „Gylfi Sig og Aron Einar, maður sá fyrir sér að þeir myndu spila þessa leiki, það er orðið tæpt. Þeir eru nánast búnir að spila engan fótbolta í langan tíma, maður er farinn að sjá að þetta er erfitt með þá,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson bætti þessu við.„Aron Einar er ekki kominn með nýtt lið, hann er ennþá meiddur og Gylfi er meiddur. Ég er farinn að horfa á Kristian Hlynsson, aðalmaðurinn í Ajax. Við getum startað honum.“

Age Hareide hefur reynt að leggja áherslu á að koma þessum lykilmönnum í gang. „Age sagði það í október þegar Gylfi slær metið að þá sagði hann að lykilatriði væri að koma þeim inn í þetta fyrir umspilið, byggja þessa leiki í kringum þá Gulla, Sverri og Jóa. Svo nýja kjarnanum, það er ekki að fara að gerast,“ sagði Jóhann Már Helgason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns