fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Eru Gylfi og Aron Einar að missa af tækifærinu um síðasta dansinn með landsliðinu?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir tæpa tvo mánuði mun íslenska landsliðið mæta Ísrael í umspili um laust sæti á Evrópumótið næsta sumar, fari svo að íslenska liðið vinni þann leik spilar liðið úrslitaleik gegn Úkraínu eða Bosníu um farmiða á mótið.

Tveir bestu landsliðsmenn sögunnar, Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru í kappi við tímann. Báðir eru þeir frá vegna meiðsla þessa dagana.

Þá er Gylfi Þór án félags eftir að hafa rift samningi við Lyngby í Danmörku og þá hefur Aron Einar ekki spilað með Al-Arabi frá því í apríl og er ekki skráður í leikmannahóp liðsins.

Rætt var um þetta mál í Dr. Football í gær. „Gylfi Sig og Aron Einar, maður sá fyrir sér að þeir myndu spila þessa leiki, það er orðið tæpt. Þeir eru nánast búnir að spila engan fótbolta í langan tíma, maður er farinn að sjá að þetta er erfitt með þá,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson bætti þessu við.„Aron Einar er ekki kominn með nýtt lið, hann er ennþá meiddur og Gylfi er meiddur. Ég er farinn að horfa á Kristian Hlynsson, aðalmaðurinn í Ajax. Við getum startað honum.“

Age Hareide hefur reynt að leggja áherslu á að koma þessum lykilmönnum í gang. „Age sagði það í október þegar Gylfi slær metið að þá sagði hann að lykilatriði væri að koma þeim inn í þetta fyrir umspilið, byggja þessa leiki í kringum þá Gulla, Sverri og Jóa. Svo nýja kjarnanum, það er ekki að fara að gerast,“ sagði Jóhann Már Helgason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið