Wayne Rooney er atvinnulaus þessa dagana og nýtur þess að vera í fríi, hann er með eiginkonu sinni í Dubai þessa dagana.
Rooney hefur verið í þjálfun síðustu ár en var rekinn frá Birmingham á dögunum eftir stutt starf.
Ensk blöð vekja athygli á því að Rooney hafi bætt nokkuð vel á sig undanfarið.
Rooney birti mynd af sér með Alex Ovechkin sem er NHL goðsögn en þeir voru saman á ströndinni.
Rooney átti erfitt með að halda sér í formi á meðan ferilinn var í gangi og eftir að ferlinum lauk hefur hann bætt nokkuð vel á sig.