Arsenal sendi útsendara sinn á Afríkumóitð og fylgist hann sérstaklega með Ousmane Diomande, varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar.
Diomande er tvítugur og gekk í raðir Sporting Lisbon síðasta sumar og hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína.
Varnarmaðurinn er til sölu fyrir 69 milljónir punda. Fjölmiðlar í Portúgal segir að útsendari Arsenal hafi tekið hann út.
Arsenal er farið að skoða hvað félagið gerir næsta sumar en búist er við að félagið styrki miðsvæði sitt.
Diomande er mjög eftirsóttur og segir A Bola í Portúgal að fleiri stórlið séu að skoða Diomande.