fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Sagðist vilja klára tímabilið almennilega en ætlar svo óvænt til Sádi Arabíu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. janúar 2024 18:00

Ivan Rakitic - GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Rakitic hefur tjáð Sevilla það að hann sé á förum frá félaginu og ætlar að skrifa undir samning í Sádi Arabíu.

Rakitic er að ganga í raðir Al Shabab þar í landi en hann var sterklega orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum.

Lionel Messi er leikmaður Inter Miami en hann og Rakitic spiluðu um tíma saman hjá Barcelona við góðan orðstír.

Rakitic ákvcað þó að elta peningana samkvæmt Fabrizio Romano og mun enda í Sádi í janúarglugganum.

Króatinn er 35 ára gamall og er kominn á seinni ár ferilsins en Al Shabab er til í að greiða mun hærri laun en voru í boði í Miami.

Rakitic er í raun að taka U-beygju með þessu skrefi en hann sagði fyrr á tímabilinu að hans eina markmið væri að klára tímabilið vel með Sevilla sem reyndist að lokum ekki rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni