Moise Kean verður tilkynntur sem nýr leikmaður Atletico Madrid á morgun en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Það eru fáir með betri heimildir en Romano sem fullyrðir að Kean sé búinn að semja við spænska liðið.
Ekki er tekið fram um hvort kaup eða lán sé að ræða en Kean mun fara í læknisskoðun hjá Atletico á morgun.
Kean er samningsbundinn Juventus en hefur ekki heillað á þessu tímabili og fékk grænt ljós á að fara.
Twitter færslu Romano má sjá hér fyrir neðan.
⚪️🔴🇮🇹 Moise Kean, at Metropolitano tonight as he will complete medical tests as new Atlético Madrid player on Monday.
Plan revealed today, confirmed. pic.twitter.com/vBfdLwaKH9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 28, 2024