Newport 2 – 4 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes(‘7)
0-2 Kobbie Mainoo(’13)
1-2 Bryn Morris(’36)
2-2 Wll Evans(’47)
2-3 Antony(’68)
2-4 Rasmus Hojlund(’94)
Manchester United er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Newport County í kvöld.
Leikurinn var ekki auðveldur fyrir enska stórliðið sem hafði betur með fjórum mörkum gegn tveimur.
Það var gríðarleg stemning á heimavelli Newport sem var ekki of langt frá því að koma verulega á óvart en tap þó niðurstaðan.
Antony átti flottan leik fyrir United en hann bæði skoraði og lagði upp í sigrinum.
United er því komið í fimmtu umferð keppninnar og mætir Nottingham Forest eða Bristol City.