Það er útlit fyrir að miðjumaðurinn Casemiro sé ekki á förum frá Manchester United á næstunni en hann er sáttur í herbúðum félagsins.
Casemiro kom til Manchester fyrir síðasta tímabil og stóð sig gríðarlega vel til að byrja með en hefur þó ekki haldið uppteknum hætti á þessari leiktíð.
Brasssinn er oft orðaður við brottför en segist sjálfur vera sáttur hjá félaginu og er ekki að leitast eftir því að komast annað.
,,Þetta hefur allt verið stórkostlegt hingað til, ég var boðinn velkominn hingað bæði af félaginu og stuðningsmönnum,“ sagði Casemiro.
,,Ég hef fengið svo mikla ást hérna bæði innan sem utan vallar. Ég er svo ánægður í Manchester, bæði hjá félaginu og í borginni.“
,,Ég vil hjálpa liðinu að bæta sig og komast á fyrri stað, ég er ekkert nema ánægður sem leikmaður Manchester United.“