Albert Guðmundsson komst ekki á blað fyrir Genoa að þessu sinni í leik gegn Lecce sem fór fram í dag.
Albert er mikilvægasti leikmaður Genoa sem vann 2 -1 sigur á Lecce á heimavelli.
Genoa lenti undir í þessum leik en skoraði tvö í seinni hálfleik með stuttu millibili og sigur staðreynd.
Genoa er í 11. sæti deildarinnar með 28 stig og ljóst að liðið verður í engri fallbaráttu í vetur.