fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433

Tímasóun fyrir Manchester United – ,,Mun aldrei fá eins vel borgað annars staðar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial er heitt umræðuefni í Manchester þessa dagana og hefur í raun verið á milli tannanna á fólki í nokkur ár.

Martial fær ekkert að spila hjá United í dag en hann er á frábærum samningi en verður þó samningslaus í sumar.

Martial gekk í raðir United frá Monaco 2015 en hefur aldrei staðist þær væntingar sem voru gerðar til hans eftir komuna.

Simon Jordan, fyrrum eigandi Crystal Palace, er alls enginn aðdáandi franska sóknarmannsins og gagnrýndi hann í útvarpsþætti TalkSport.

,,Ég horfi á hann sem algjöra tímasóun fyrir Manchester United,“ sagði Jordan við TalkSport.

Stjórnandi þáttarins á TalkSport, Alex Crooks, telur einnig að Martial sé mögulega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

,,Við greindum frá því fyrir nokkrum vikum að hann hefði engan áhuga á að kveðja þau laun sem hann er á, hann veit að hann mun aldrei fá eins vel borgað annars staðar.“

,,Þeir hafa verið orðaðir við Karim Benzema en ég get fullyrt það að sú skipti ganga ekki í gegn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United að klára skiptin á Cunha

United að klára skiptin á Cunha
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var að syrgja eiginmann sinn er hún komst að því að hann lifði tvöföldu lífi – Hin eiginkonan heldur því fram að hann sé enn á lífi

Var að syrgja eiginmann sinn er hún komst að því að hann lifði tvöföldu lífi – Hin eiginkonan heldur því fram að hann sé enn á lífi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri
433Sport
Í gær

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Í gær

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Í gær

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal