Barcelona þarf að finna nýjan knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil en liðið verður án Xavi Hernandez á næstu leiktíð.
Þetta var staðfest í kvöld en það var Xavi sjálfur sem greindi frá þessu eftir 5-3 tap gegn Villarreal.
Xavi segir að Barcelona þurfi á nýjum manni að halda og að það sé best í stöðunni að hann kveðji í bili.
Barcelona er í þriðja sæti spænsku deildarinnar eftir 20 leiki og er tíu stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Xavi tók við Barcelona fyrir þremur árum síðan en hann hafði fyrir það þjálfað Al-Sadd í Katar.